Manchester United er hætt við að reyna að fá Paulo Dybala til félagsins. Hið virta blað, Telegraph fullyrðir þetta.
Þrjár ástæður eru fyrir því en United og Juventus hafa rætt saman síðustu daga. Juventus vildi skipta á Dybala og Romelu Lukaku.
United telur sig hafa gert nóg til þess að sannfæra Dybala en hann vildi hugsa málið lengur, það fannst félaginu ekki gott merki.
Þá vildi umboðsmaður Dybala fá fleiri milljónir punda í greiðslu inn á sinn reikning, United var ekki tilbúið í það.
Þá voru launakröfur Dybala þannig að United taldi það ekki vera rétt að borga honum slík laun. Það er því ólíklegt að Romelu Lukaku fari til Juventus en Inter hefur einnig áhuga.