Það var hart tekist á þegar tvö bestu lið Englands á síðustu leiktíð, mættust í leiknum um Samfélagsskjöldinn.
Manchester City og Liverpool áttust þá við á Wembley en Raheem Sterling skoraði eina mark fyrri hálfleiks.
Liverpool var mikið sterkari aðilinn í þeim síðari en Raheem Sterling fékk tvö góð færi til að klára leikinn fyrir City, hann gerði illa í færunum.
Þetta nýtti Liverpool sér og varamaðurinn, Joel Matip jafnaði leikinn. Liverpool sótti hart eftir það en Claudio Bravo, markvörður City hélt liðinu á floti.
1-1 var staðan eftir venjulegan leiktíma og því var farið í vítaspyrnukeppni. Manchester CIty vann í vítaspyrnukeppni en Gini Wijnaldum var sá eini sem klikkaði.
Vítaspyrnukeppnin:
1-0 Xerdan Shaqiri skoraði
1-1 Ilkay Gundogan skoraði
1-1 Gini Wijnaldum klikkaði
1-2 Bernardo Silva skoraði
2-2 Adam Lallana skoraði
2-3 Phil Foden skoraði
3-3 Alex Oxlade-Chamberlain skoraði
3-4 Oleksandr Zinchenko skoraði
4-4 Mo Salah skoraði
4-5 Gabriel Jesus skoraði