Ef mark má taka á enska götublaðinu, Daily Mail er Mario Mandzukic framherji Juventus að ganga í raðir Manchesteer United.
Það vekur furðu að Daily Mail segir að United hafi boðið 33 ára gamla framherjanum, þriggja ára samning.
Sagt er að United borgi Mandzukic um 6 milljónir pund í árslaun.
Mandzukic er frá Króatíu en áður lék hann með Atletico Madrid og FC Bayern. United er að reyna að fá Paulo Dybala frá Juventus í skiptum fyrir Romelu Lukaku.
United hefur í sumar keypt Aron Wan-Bissaka og Daniel James, þá er Harry Maguire að ganga í raðir félagsins frá Leicester.