Wayne Rooney, fyrrum fyriliði Manchester United vill komast í þjálfarateymi félagsins þegar ferill hans er á enda.
Rooney er í dag hjá DC United í Bandaríkjunum en fréttir þar segja að fjölskyldan sé með heimþrá.
Sagt er að Coleen Rooney, eiginkona hans vilji fara heim til Englands, að börnin alist upp í breskum skóla.
Sagt er að Wayne vilji komast í þjálfarateymið hjá United þegar samningur hans á næsta ári er á enda.