Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United kveðst ekki efast í eina sekúndu um það að Paul Pogba verði áfram hjá félaginu.
Pogba lék ekki með United gegn AC Milan í gær, hann var með verk í baki. Miðjumaðurinn hefur staðfest að hann vilji fara.
United vill hins vegar ekki selja hann nema fyrir tæpar 150 milljónir punda.
,,Ég átti ekki von á honum í þennan leik,“ sagði Solskjær.
,,Hann er ekki meiddur, þetta er verkur og við vildum ekki taka áhættu. Ég er ekki í neinum vafa um að hann verður hérna.“