Samkvæmt enskum blöðum ætlar Arsenal að reyna að fá Philippe Coutinho á láni frá Barcelona.
Barcelona reynir að selja Coutinho til að fjármagna kaup á Neymar frá PSG.
Eitt og hálft ár er síðan Barcelona borgaði 142 milljónir punda fyrir Coutinho, hann kom þá frá Liverpool.
Coutinho hefur lítið getað hjá Barcelona og hefur félagið áhuga á að losa hann.
Sagt er að Barcelona skoði það að lána hann en það myndi þó kosta 27 milljónir punda fyrir eina leiktíð.