Manchester United reynir að sannfæra Paulo Dybala að koma til félagsins, félagið hefur rætt við umboðsmann hans síðustu daga.
Dybala vill talsveðra launahækkun ef hann á að fara frá Juventus.
Juventus hefur látið Dybala að félagið vilji losna við hann, Juventus vill skipta á honum og Romelu Lukaku.
Dybala er sár og reiður yfir framkomu Juventus, hann taldi sig vera í plönum félagsins og upplifir höfnun.
Dybala æfir einn þessa dagana á meðan framtíð hans er óljós, ljóst er að málið skýrist um eða eftir helgi. Félagaskiptaglugginn á Englandi, lokar á fimmtudag.