fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Beiðni Ronaldo hafnað: Sakaður um hrottalega nauðgun – „Ég reyndi að fara í burtu og hélt fyrir leggöngin“

433
Laugardaginn 3. ágúst 2019 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beiðni Cristiano Ronaldo um að vísa frá máli hefur verið hafnað, Ronaldo er sakaður um hrottalega nauðgun árið 2008. Brotið á að hafa farið fram í Las Vegas. Dómari í Las Vegas kvað upp í gær.

Ljóst er að Ronaldo verður ekki dæmdur til að sitja í fangelsi en meint fórnarlamb vill 200 þúsund dollara í skaðabætur. Áður hefur Ronaldo greitt henni væna upphæð. Beiðni Ronaldo um að málið yrði klárað í lokuðum réttarhöldum, var einnig hafnað.

Atvikið á að hafa átt sér stað þann 12. júní árið 2009, Kathryn Mayorga var 25 ára á þeim tíma og vann við það að lokka gesti inn á skemmtistað. Þar hitti hún Ronaldo, á Rain skemmtistaðnum.

Þau fóru síðan á hótelið þar sem Ronaldo dvaldi og þar á hin meinta nauðgun að hafa átt sér stað. Ronaldo hefur alltaf neitað sök en það eina sem er ljóst er að hann greiddi Mayorga 375 þúsund dollara til að segja ekki orð.

Mayorga kveðst hafa farið inn á klósett til að skipta um föt þegar Ronaldo gekk til hennar. Limur hans hafi verið kominn út úr buxunum.

,,Hann grátbað mig í 30 sekúndur að snerta liminn sinn, þegar ég neitaði því. Þá bað hann mig um að totta sig, ég hlóg að honum. Ég hélt að þetta væri grín. Hann sagðist leyfa mér að fara ef ég myndi kyssa hann, ég sagðist kyssa hann en ekki snerta liminn hans. Kossinn gerði hann enn æstari og hann fór að vera mjög ágengur, hann reyndi að snerta mig en ég ýtti honum frá mér og sagði nei.“

Hún segir að vinkona sín hafi komið inn og allt hafi róast, hún hélt að allt væri búið. ,,Hann dróg mig inn í herbergi, ég var ekki hrædd. Ég hélt að honum væri ekki alvara og sagði honum að ekkert myndi gerast.“

,,Ég snéri mér frá honum, hann reif í nærbuxurnar mína. Ég reyndi að fara í burtu og hélt fyrir leggöngin mín. Hann stökk á mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breiðablik í flottum málum eftir fyrri leikinn

Breiðablik í flottum málum eftir fyrri leikinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Newcastle að undirbúa óvænt tilboð

Newcastle að undirbúa óvænt tilboð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Átti afar jákvætt samtal við United í gær

Átti afar jákvætt samtal við United í gær
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til Ballon d’Or

Þessir eru tilnefndir til Ballon d’Or
433Sport
Í gær

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi

Dagný grætur í hjartnæmu kveðjumyndbandi
433Sport
Í gær

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni

Hafnað fjölda tilboða eftir brottför frá United – Býðst nú að vera áfram í úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum
433Sport
Í gær

Muller kynntur til leiks í Kanada

Muller kynntur til leiks í Kanada