Paul Pogba, ákvað að ferðast ekki með Manchester United til Wales í gær, fyrir síðasta æfingaleik liðsins gegn AC Milan í dag.
Ástæðan sem Manchester United gefur út er að Pogba glími við smávægileg meiðsli í baki.
Daily Mail segir hins vegar frá því að það hafi komið liðsfélögum Pogba, mikið á óvart að sjá hann ekki í flugvélinni til Wales.
Pogba hafði æft með liðsfélögum sínum fyrr um daginn og var tilkynntur í hópnum.
Ensk blöð velta því fyrir sér hvort þetta sé síðasta tilraun Pogba, til að losna frá Manchester United. Hann vill ólmur yfirgefa félagið en United hefur ekki viljað selja hann.