Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United er að reyna að finna sitt sterkasta byrjunarlið fyrir árið.
Solskjær er að reyna að styrkja lið sitt en ljóst er að það getur farið í allar áttir. Líkur eru á að Harry Maguire og Paulo Dybala komi til félagsins.
Dybala er að klára sumarfrí sitt og hefur æfingar innan tíðar, ekki er líklegt að hann byrji leiki á næstunni.
Ef Solskjær nær að krækja í Maguire er líklegt að hann komi beint inn í byrjunarliðið.
Hér að neðan má sjá hvernig enskir miðlar telja að byrjunarlið Solskjær verði í upphafi móts.