Miklir skógareldar voru í Síle árið 2017 en fjöldi heimila brann þar. Nokkrar fjölskyldur fengu nýtt heimili, enginn vissi hins vegar hver borgaði fyrir þau.
Nú hefur komið í lós að Claudio Bravo, markvörður Manchester City borgaði fyrir fjögur heimili.
Bravo er frá Síle og fréttirnar um vandræðin í heimalandinu, snerti hann. Ungur drengur sem hafði beðið um treyjuna hans með bréfi, var einn af þeim sem fékk nýtt heimili.
Þúsund byggingar brunnu í þessum eldum sem voru árið 2017 en þetta góðverk Bravo, var fyrst að koma í ljós núna.
Ellefu létust í þessum skæða bruna en hér að neðan má sjá hvar Bravo borgaði fyrir húsin.