Nicolas Pepe, varð í gær dýrasti leikmaður í sögur Arsenal. Félagið borgar 72 milljónir punda fyrir kantmanninn frá Lille.
Mörg félög höfðu sýnt Pepe áhuga en þar á meðal var Liverpool.
Ef marka má miðla í Frakklandi vildi Liverpool kaupa hann en Pepe var efins, sagt er að Jurgen Klopp hafi ekki viljað lofa honum byrunarliðssæti. Það sé ástæða þess að Pepe fór til Arsenal frekar en Liverpool.
Nú hafa enskir miðlar grafið upp gömum ummæli Pepe, þar tjáir hann ást sína á Chelsea. ,,Chelsea er félagið sem mig dreymir um, það er eina félagið á Englandi sem ég myndi semja við,“ sagði Pepe en Chelsea eru erkifjendur Arsenal.
Nicolas Pepe: "Chelsea is the club that makes me dream, the only club in England that I would sign for"
Make it happen. Marina, please! pic.twitter.com/tId540SnF3
— Vince™ (@Blue_Footy) January 26, 2019