fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Mikil umræða um launakönnun: Samtökin svara þeim sem gagnrýna

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. ágúst 2019 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmannasamtök Íslands eru afar ósátt með það hvernig ÍTF, samtök félaga í efstu deildum á Íslandi koma fram.

Har­ald­ur Har­alds­son, formaður ÍTF og fram­kvæmda­stjóri Vík­ings Reykja­vík er einn af þeim sem gagnrýnt hefur könnun sem samtökin stóðu fyrir. Í henni kom fram að þrír leikmenn í Pepsi Max-deild karla væru að þéna 3,6 milljónir á mánuði.

Slíkar tölur standast enga skoðun og því hefur þessi könnun Leikmannasamtaka Íslands, fengið harkalega gagnrýni.

,,Okk­ur þykir það einnig miður að Har­ald­ur Har­alds­son, formaður ÍTF og fram­kvæmda­stjóri Vík­ings Reykja­vík­ur, telji þessa könn­un varla vera papp­írs­ins virði. Tæp­lega 200 leik­menn í efstu deild tóku sér tíma til þess að svara könn­un­inni. Eins og áður sagði er erfitt, ef ekki ómögu­legt, að koma í veg fyr­ir að ein­hverj­ir svari ekki sam­visku­sam­lega,“ segir í yfirlýsingunni

Leik­manna­sam­tök Íslands vilja koma eft­ir­far­andi á fram­færi.
Leik­manna­sam­tök Íslands fara reglu­lega í heim­sókn­ir til ís­lenskra fé­laga. Í einni slíkri heim­sókn, á fyrstu mánuðum árs­ins 2019, voru leik­menn beðnir um að svara könn­un þar sem spurt var um ýmsa þætti er varða laun, aðstöðu og fleira hjá fé­lag­inu sem þeir spila með. Þessi könn­un var lögð fyr­ir leik­menn um all­an heim árið 2016 og voru það leik­manna­sam­tök hvers lands sem sáu um það. Könn­un­in í ár er sú sama og lögð var fyr­ir leik­menn árið 2016.Þessi könn­un er til þess gerð að fá upp­lýs­ing­ar um þessi til­teknu atriði en niður­stöður henn­ar eru ekki heil­ag­ur sann­leik­ur, en þær gefa samt sem áður ágæt­is vís­bend­ingu um hvernig staðan er enda tæp­lega 200 leik­menn sem svöruðu könn­un­inni.

Vegna þeirr­ar umræðu sem skapaðist eft­ir að Morg­un­blaðið, sem og aðrir miðlar, birti frétt­ir um niður­stöður könn­un­ar­inn­ar vilj­um við, Leik­manna­sam­tök Íslands, árétta nokkra hluti. Könn­un­in 2019 var lögð fram á ra­f­rænu formi, en ekki á papp­ír eins og ein­hverj­ir hafa haldið fram. Það ger­ir það að verk­um að leik­menn gátu svarað um­ræddri könn­un í sím­an­um sín­um og á þeim tíma sem þeir kusu áður en frest­ur­inn rann út. Árið 2016 var könn­un­in lögð fram á papp­ír.

Við get­um ekki ábyrgst það að ein­hverj­ir leik­menn ákveði að svara ekki spurn­ing­um í könn­un­inni sam­visku­sam­lega, það væri erfitt að koma í veg fyr­ir það sama hvert fyr­ir­komu­lagið væri. Við erum þess full­viss að lang stærsti hluti þeirra sem svöruðu hafi gert það sam­visku­sam­lega, enda ein­ung­is nokk­ur svör sem skjóta skökku við.

Leik­manna­sam­tök­in birtu mynd árið 2016 af ung­um leik­mönn­um ÍA vera að taka könn­un, en ekki núna þegar könn­un­in fyr­ir árið 2019 var lögð fyr­ir. Það er því aft­ur rangt með farið um hvernig fram­kvæmd könn­un­ar­inn­ar var.

Leik­manna­sam­tök­in vinna að hags­mun­um leik­manna allt árið um kring. Það er gríðarlega mik­il­vægt að leik­menn hafi mál­svara og geti leitað til ut­anaðkom­andi aðila ef eitt­hvað kem­ur upp á. Það er mjög fjarri sann­leik­an­um að halda því fram að ef eitt­hvað er að, t.d. hvað varðar sjúkraþjálf­un eða annað slíkt, væri búið að grípa í taum­ana og leysa það. Ítrekað fáum við mál inn á okk­ar borð þar sem eitt­hvað vanda­mál hef­ur fengið að viðgang­ast í lengri tíma án þess að fé­lagið bregðist við.

Okk­ur þykir það einnig miður að Har­ald­ur Har­alds­son, formaður ÍTF og fram­kvæmda­stjóri Vík­ings Reykja­vík­ur, telji þessa könn­un varla vera papp­írs­ins virði. Tæp­lega 200 leik­menn í efstu deild tóku sér tíma til þess að svara könn­un­inni. Eins og áður sagði er erfitt, ef ekki ómögu­legt, að koma í veg fyr­ir að ein­hverj­ir svari ekki sam­visku­sam­lega.

Aft­ur vilj­um við koma því skýrt á fram­færi að könn­un­in er ekki heil­ag­ur sann­leik­ur held­ur aðeins til þess gerð að hægt sé að fá ein­hverja hug­mynd um stöðu mála. Það telj­um við að hún hafi sann­ar­lega gert og hvetj­um við fjöl­miðla til þess að vinna úr fleiri niður­stöðum, svo sem borguðum frí­dög­um leik­manna eða hvernig haldið sé utan um sjúkraþjálf­un svo dæmi séu tek­in.

Að lok­um vilj­um við þakka öll­um þeim leik­mönn­um sem svöruðu könn­un­inni og hjálpuðu okk­ur við að kort­leggja þessi atriði sem spurt var um.

Fyr­ir hönd Leik­manna­sam­tak­anna,
Krist­inn Björg­úlfs­son

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hollenskir miðlar stráðu salti í sár Slot og Liverpool

Hollenskir miðlar stráðu salti í sár Slot og Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt nafn í umræðuna um mögulega arftaka Slot

Óvænt nafn í umræðuna um mögulega arftaka Slot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki í sögubækurnar – Tók fram úr stórstjörnu

Viktor Bjarki í sögubækurnar – Tók fram úr stórstjörnu
433Sport
Í gær

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur