Nicolas Pepe, varð í gær dýrasti leikmaður í sögur Arsenal. Félagið borgar 72 milljónir punda fyrir kantmanninn frá Lille.
Mörg félög höfðu sýnt Pepe áhuga en þar á meðal var Liverpool.
Ef marka má miðla í Frakklandi vildi Liverpool kaupa hann en Pepe var efins, sagt er að Jurgen Klopp hafi ekki viljað lofa honum byrunarliðssæti. Það sé ástæða þess að Pepe fór til Arsenal frekar en Liverpool.
Klopp er með Mohadmed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane í framlínu sinni, það er því erfitt fyrir hann að lofa sóknarmönnum spilatíma.
Pepe hefur slegið í gegn í Frakklandi en talsverð pressa er á hann að standa sig hjá Arsenal.