Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United telur sig hafa unnið magnað starf hjá félaginu. Mourinho var rekinn í desember á síðasta ári.
Mourinho var í starfi í tvö og hálft ár en hann virkaði oft neikvæður í starfinu, hann telur sig ekki hafa fengið virðingu sem hann átti skilið.
,,Ég get bara sagt það að tími minn hjá Manchester United, var ekki auðveldur. Ég taldi það alltaf frábært að vinna Evrópudeildina, það leit ekki þannig út samt,“ sagði Mourinho.
,,Að enda svo í öðru sæti árið eftir, var frábært. Ég taldi mig vera að gera frábært starf, ég gaf allt í þetta. Ég taldi mig ekki fá þá virðingu sem ég átti skilið.“
,,Það eina sem ég get lofað er að ég mun brosa breitt þegar ég fæ næsta starf, því lofa ég.“