Þorri Geir Rúnarsson lék með liði Stjörnunnar í kvöld sem spilaði við spænska stórliðið Espanyol.
Stjarnan átti ekki möguleika í einvíginu gegn Espanyol en liðið tapaði samanlagt 7-1 eftir 3-1 tap í kvöld.
Þorri vakti athygli í fyrri leik liðanna er hann bað um treyju Borja Iglesias á meðan leiknum stóð.
Því miður fyrir Þorra þá fékk hann ekki treyjuna eftir þann leik en það tókst að lokum í kvöld eftir leikinn á Samsung vellinum.
Stjarnan birti myndband af því á Twitter-síðu sinni en þar segir að Borja hafi elt Þorra uppi til að láta hann hafa treyjuna.
Myndband af þessu má sjá hér.
Þvílíkir heiðursmenn í @RCDEspanyol við berum mikla virðingu fyrir þessu félagi! Einn meistarinn er @BorjaIglesias9 sem elti @thorri1995 uppi eftir leik til að afhenda honum loksins treyjuna góðu! ??? pic.twitter.com/0pdF8ZAexq
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) 1 August 2019