fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Segir konunum að passa sig: Vilja fá jafn há laun – ,,Það land er ekki til“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2019 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jermaine Jones, fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna, hefur tjáð sig um bandaríska kvennalandsliðið.

Bandarísku stúlkurnar unnu HM í sumar og hafa margir kallað eftir því að þær fái eins vel borgað fyrir sín störf og karlarnir.

Jones segir að það sé ekki raunsætt markmið og segir að konurnar verði að passa sig.

,,Það er mikill munur á karla og kvenna íþróttum. Nefnið eitt land þar sem konurnar fá borgað það sama og karlarnir. Það er ekki til,“ sagði Jones.

,,Stelpurnar eru að öskra eftir því að fá aðeins meiri virðingu og klapp á bakið fyrir það sem þær eru að gera og ég held að það sé ástæðan fyrir þessu öllu saman.“

,,Þær verða að passa sig því leikmenn eins og Alex Morgan, þær fá betur borgað en sumir af körlunum.“

,,Svo ákveða þær að öskra þetta opinberlega og segja að þær þurfi að fá betur borgað. Það gæti komið í bakið á þeim mjög fljótt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Áfall í baráttunni um Grealish

Áfall í baráttunni um Grealish
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lykilmaður Chelsea ekki með í marga mánuði

Lykilmaður Chelsea ekki með í marga mánuði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Víkingar fóru illa með dönsku risana

Víkingar fóru illa með dönsku risana
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
433Sport
Í gær

Svakaleg hópslagsmál brutust út og menn létu höggin dynja á hver öðrum – Myndband

Svakaleg hópslagsmál brutust út og menn létu höggin dynja á hver öðrum – Myndband
433Sport
Í gær

Þungt högg í maga Tottenham

Þungt högg í maga Tottenham