Manchester United spilar við norska liðið Kristiansund í næstu viku í æfingaleik.
United undirbýr sig fyrir keppni í ensku úrvalsdeildinni en rúmlega tvær vikur eru í að hún hefjist.
Hinn 19 ára gamli Noah Solskjær gæti spilað sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Kristiansund gegn United.
Noah er sonur Ole Gunnar Solskjær, stjóra United en hann er 19 ára gamall miðjumaður.
Stjóri Kristiansund, Christian Michaelsen, viðurkenndi það í gær að Noah gæti spilað leikinn.