Romelu Lukaku er sterklega orðaður við brottför þessa dagana en hann leikur með Manchester United.
Inter Milan hefur reynt við Lukaku í allt sumar en United vill fá 80 milljónir punda fyrir sóknarmanninn.
Samkomulag er ekki í höfn eins og staðan er en Antonio Conte, stjóri Inter, ætlar að fá Lukaku í sínar raðir.
Lukaku birti athyglisverða mynd á Twitter í gær þar sem hann er með umboðsmanni sínum Federico Pastorello.
Hvað ætli hann sé að gefa í skyn?
Soon to be continued ? pic.twitter.com/SGzPkUUbxL
— R.Lukaku Bolingoli9 (@RomeluLukaku9) 27 July 2019