Þorri Geir Rúnarsson, leikmaður Stjörnunnar, tók þátt í einu stærsta verkefni ferilsins á dögunum.
Stjarnan er enn á lífi í Evrópudeildinni en er þó í ansi erfiðri stöðu eftir leik gegn Espanyol á Spáni.
Espanyol vann fyrri leik liðanna 4-0 á heimavelli og er Stjarnan í erfiðri stöðu fyrir seinni viðureignina.
Borja Iglesias er leikmaður sem spilar með Espanyol en hann skoraði tvennu í leiknum.
Á meðan leik stóð þá bað Þorri um treyju Borja og tók sóknarmaðurinn vel í það, taldi það vera sjálfsagt mál.
Ekki nóg með það heldur þá byrjaði Borja að fylgja Þorra á Instagram – gaman að þessu.
Þetta er skemmtilegt. Væri vissulega hægt að röfla yfir þessu en Þorri náði sér í good shit treyju á meðan leik stóð. pic.twitter.com/DfTPGXcTZB
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) 27 July 2019