Real madrid 3-7 Atletico Madrid
0-1 Diego Costa
0-2 Joao Felix
0-3 Angel Correa
0-4 Diego Costa
0-5 Diego Costa(víti)
0-6 Diego Costa
1-6 Nacho
1-7 Vitolo
2-7 Karim Benzema(víti)
3-7 Javier Sanchez
Það fór fram ótrúlegur vináttuleikur í nótt er lið Atletico Madrid og Real Madrid áttust við í Bandaríkjunum.
Lið Real byrjaði leikinn gríðarlega illa og var staðan eftir fyrri hálfleikinn 5-0 fyrir Atletico.
Diego Costa var frábær fyrir þá rauðu og skoraði þrennu í fyrri hálfleik. Nýi maðurinn Joao Felix komst einnig á blað.
Á 51. mínútu bætti Costa við sínu fjórða marki áður en Nacho lagaði stöðuna í 6-1 fyrir Real.
Á 65. mínútu fengu svo bæði Costa og Dani Carvajal rautt spjald og kláruðu liðin leikinn með tíu menn innanborðs.
Vitolo skoraði sjöunda mark Atletico og kom liðinu í 7-1 áður en þeir Karim Benzema og Javier Sanchez löguðu stöðuna fyrir Real og lokastaðan 7-3 í ótrúlegum leik.