Raheem Sterling brosti þegar Liverpool vann Meistaradeildina gegn Tottenham fyrr í sumar.
Sterling greindi sjálfur frá þessu í gær en hann er fyrrum leikmaður þeirra rauðu en yfirgaf félagið fyrir City árið 2015.
Sterling þekkir þó nokkra leikmenn hjá Liverpool og var ánægður með að sjá liðið lyfta bikarnum.
,,Ég var mjög ánægður fyrir hönd Liverpool og sumra leikmanna þarna sem ég þekki,“ sagði Sterling.
,,Það sem við gerðum á síðustu leiktíð – á hverjum degi, í hverri viku – það var magnað.“
,,Meistaradeildin er risastór fyrir okkur en það mikilvægasta er að vinna deildina, það er okkar aðal markmið á tímabilinu.“