Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, er í viðræðum við kínverska félagið Jiangsu Suning.
Sky Sports greinir frá þessu en Jiangsu þarf að tryggja sér undirskrift Bale fyrir miðvikudaginn.
Kínverski glugginn lokar á miðvikudaginn og er Jiangsu reiðubúið að borga Bale eina milljón punda á viku.
Það myndi gera Bale að launahæsta leikmanni heims en Sky segir að Jiangsu hafi fulla trú á því að vængmaðurinn komi þangað.
Bale á enga framtíð fyrir sér í Madríd en Zinedine Zidane hefur gefið það út að hann sé til sölu.
Bale myndi fá meira á einni viku en Millwall borgaði fyrir Jón Daða Böðvarsson í sumar (800 þúsund pund).