Það eru margir spenntir fyrir tölvuleiknum FIFA 20 sem verður gefinn út í september á þessu ári.
FIFA er gríðarlega vinsæll tölvuleikur en þar er spilað knattspyrnu og þykir leikurinn vera mjög raunverulegur.
Nú er búið að gefa út hvaða leikmenn verða framan á hulstri tölvuleiksins en það er mikill heiður að fá það verkefni.
Eden Hazard, leikmaður Real Madrid og Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool eru andlit leiksins.
Myndir af þeim framan á hulstrinu má sjá hér.