Mesut Özil, leikmaður Arsenal, lenti í óhugnanlegu atviki í miðborg London í gær.
Tveir vopnaðir menn réðust að þýska miðjumanninum sem náði að komast burt þökk sé liðsfélaga sínum, Sead Kolasinac.
Kolasinac slóst við mennina vopnaður aðeins hnefunum og flúðu þeir vettvang skömmu síðar.
Özil óttast um eigið öryggi eftir atvik gærdagsins og fékk lífverði til að vernda húsið sitt.
Lífverðirnir standa vörð á lóð miðjumannsins og sjá til þess að enginn óboðinn gestur komist að eigninni.
Özil er skiljanlega hræddur eftir þessa ógnvekjandi árás en hann hefur enn ekki tjáð sig um atvikið opinberlega.
Mynd af þeim fyrir utan húsið má sjá hér.