Leikmenn Liverpool mega ekki tala um sigur liðsins í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.
Þetta segir Jurgen Klopp, stjóri Liverpool en liðið vann Tottenham í úrslitaleiknum fyrr í sumar.
Liverpool hefur spilað í Bandaríkjunum á undirbúningstímabilinu en nú styttist í að enska deildin hefjist á ný.
,,Eftir þessa ferð þá má enginn tala við mig um Meistaradeildartitilinn,“ sagði Klopp við blaðamenn.
,,Við tökum þetta ekki með okkur. Við erum að byrja nýjan kafla.“