Zlatan Ibrahimovic, leikmaður LA Galaxy, fékk gagnrýni nýlega eftir leik við Los Angeles FC í MLS-deildinni.
Zlatan fór upp í skallabolta við Mohamed El-Munir, leikmann LA FC og þarf sá síðarnefndi mgöulega að fara í kjálkaaðgerð eftir olnbogaskot Svíans.
Zlatan segir að það hafi aldrei verið ætlunin að meiða El-Munir og segir að olnboginn sé oft fyrir því hann sé stærri en allir aðrir.
,,Ég hoppaði upp eins og ég geri í hverju einvígi. Þetta er ekki eitthvað sem ég geri viljandi, að meiða manninn,“ sagði Zlatan.
,,Munurinn er að ég er hærri en allir aðrir. Þegar ég hoppa upp þá lítur þetta öðruvísi út. Ég hoppaði upp eins og áður og þannig spila ég leikinn. Ekki til að reyna að meiða einhvern.“
,,Mér líður eins og það sé reynt að jarða mig en það er eðlilegt þegar þú ert sá besti.“