Eric Bailly, leikmaður Manchester United, spilaði með liðinu í æfingaleik gegn Tottenham í gær.
Bailly og félagar unnu 2-1 sigur á Tottenham í gær en hann þurfti að yfirgefa völlinn í síðari hálfleik.
Nú er talað um að Bailly sé alvarlega meiddur en hann yfirgaf völlinn á hækjum sem er ekki góð sjón.
Það er óvíst hversu illa meiddur Bailly er en um hnémeiðsli er að ræða sem gæti þýtt það versta.
Enska úrvalsdeildin hefst þann 9. ágúst næstkomandi og er ólíklegt að Bailly verði klár.
Mynd af honum eftir leikinn í gær má sjá hér.