Robin van Persie, fyrrum leikmaður Manchester United og Arsenal hefur lagt skóna á hilluna.
Van Persie er 35 ára gamall í dag en hann endaði ferilinn hjá liði Feyenoord í Hollandi.
Hollendingurinn spilaði á Englandi í níu ár en hefur nú fundið sér nýtt starf og það er á Englandi.
Van Persie hefur skrifað undir samning við BT Sport og mun sjá um að fjalla um ensku úrvalsdeildina í vetur.
Þar mun Van Persie vinna með mörgum fyrrum atvinnumönnum og þar á meðal Rio Ferdinand og Paul Scholes.
Stuðningsmenn Arsenal eru alls ekki ánægðir og hóta að segja upp áskrift sinni að sjónvarpsstöðinni.
Van Persie er svikari í augum margra stuðningsmanna Arsenal eftir að hafa yfirgefið félagið fyrir United á sínum tíma.