fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

Sjáðu ógnvekjandi myndband: Tveir vopnaðir menn réðust að Özil – Liðsfélagi sýndi ótrúlega hetjudáð

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 25. júlí 2019 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mesut Özil, leikmaður Arsenal, lenti í hræðilegu atviki í dag en hann var staddur í London á Englandi.

Tveir glæpamenn réðust að Özil sem sat í bifreið sinni og þurfti Þjóðverjinn að hlaupa burt enda mennirnir vopnaðir hníf.

Özil getur þakkað fyrir það að hann hafi verið með bosníska bakverðinum Sead Kolasinac.

Kolasinac reyndi allt til að verja liðsfélaga sinn en hann slóst við einn af mönnunum aðeins vopnaður hnefunum.

Özil komst inn á veitingstað stuttu síðar en árásarmennirnir yfirgáfu vettvanginn fljótt eftir hetjulega framkomu Kolasinac.

Viðskiptamaðurinn Azuka Alintah var staddur á svæðinu og sá atvikið. Hann ræddi við the Daily Mail.

,,Özil leit út fyrir að vera dauðhræddur eins og allir væru eftir að hafa verið eltir af mönnum vopnaðir hníf,“ sagði Alintah.

,,Það var eins og hann væri að hlaupa fyrir lífi sínu og ég býst við að hann hafi verið að því.“

Myndband af Kolasinac slást við einn af mönnunum má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gyokores fær hrós úr óvæntri átt – ,,Einstakur leikmaður“

Gyokores fær hrós úr óvæntri átt – ,,Einstakur leikmaður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sagði takk en nei takk við gylliboði frá Sádí

Sagði takk en nei takk við gylliboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikill heiður fyrir Rooney

Mikill heiður fyrir Rooney
433Sport
Í gær

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
433Sport
Í gær

Breiðablik í flottum málum eftir fyrri leikinn

Breiðablik í flottum málum eftir fyrri leikinn