Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, býst ekki við því að Jurgen Klopp skrifi undir nýjan samning við félagið.
Klopp á þrjú ár eftir af núverandi samningi sínum en hann vann Meistaradeildina með félaginu í júní.
Liverpool á enn eftir að vinna ensku úrvalsdeildina og hafa leikmenn þrjú ár til að gera það undir Klopp að mati Carragher.
,,Þessir leikmenn verða að horfa á næstu þrjú eða fjögur árin því Klopp á þrjú á eftir,“ sagði Carragher.
,,Ég er alls ekki viss um að hann skrifi undir nýjan samning. Hann hefur aldrei verið lengur hjá félagi en í sjö ár.“
,,Á næstu tveimur eða þremur árum þá þarf Liverpool að reyna að vinan eins marga titla og mögulegt er.“