Yerri Mina, leikmaður Everton á Englandi, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu.
Mina er ákærður fyrir að brjóta veðmálareglur eftir að hafa tekið þátt í veðmálaauglýsingu í heimalandinu, Kólumbíu.
Mina hefur til 26. júlí til að svara ákærunni en hann gæti átt yfir höfði sér leikbann og sekt.
Kólumbíumaðurinn lék í auglýsingu fyrir fyrirtækið Betjuego og er ásakaður vegna þess.
Mina er 24 ára gamall varnarmaður og kom til Everton í fyrra frá Barcelona.