fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

Mikil dramatík í Pepsi Max: Átta mörk í tveimur leikjum

Victor Pálsson
Sunnudaginn 21. júlí 2019 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR þurfti að sætta sig við eitt stig í Pepsi Max-deild karla í kvöld er liðið spilaði við Stjörnuna í 13. umferð sumarsins.

Stjarnan komst yfir á Meistaravöllum í kvöld en fyrrum leikmaður KR, Baldur Sigurðsson gerði markið.

Staðan var 1-0 þar til á 57. mínútu er KR fékk vítaspyrnu og úr henni skoraði Daninn Tobias Thomsen örugglega.

Björgvin Stefánsson skoraði svo annað mark KR á 80. mínútu leiksins en hann tók frábærlega á móti boltanum inni í vítateig og renndi honum framhjá Haraldi Björnssyni.

Það var svo Hilmar Árni Halldórsson sem jafnaði metin fyrir Stjörnuna á 93. mínútu leiksins og jafntefli niðurstaðan í Vesturbænum.

Annar frábær leikur var á boðstólnum á Víkingsvelli þar sem Víkingur Reykjavík fékk Val í heimsókn.

Valsmenn byrjuðu mjög vel og komust í 2-0 með mörkum frá Lasse Petry og Sigurði Agli Lárussyni.

Guðmundur Andri Tryggvason lagaði stöðuna fyrir Víkinga á 59. mínútu og í blálokin þá skoraði Logi Tómasson jöfnunarmark heimamanna og lokastaðan 2-2.

KR 2-2 Stjarnan
0-1 Baldur Sigurðsson(29′)
1-1 Tobias Thomsen(víti, 57′)
2-1 Björgvin Stefánsson(80′)
2-2 Hilmar Árni Halldórsson(93′)

Víkingur R. 2-2 Valur
0-1 Lasse Petry(8′)
0-2 Sigurður Egill Lárusson(52′)
1-2 Guðmundur Andri Tryggvason(59′)
2-2 Logi Tómasson(87′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United byrjað að hóta Antony ef hann ætlar sér ekki að fara

United byrjað að hóta Antony ef hann ætlar sér ekki að fara
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool líklegt til þess að kaupa tvo miðverði á næstu dögum

Liverpool líklegt til þess að kaupa tvo miðverði á næstu dögum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Búnir að bjóða í Ederson

Búnir að bjóða í Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Keypti bjóra fyrir 165 þúsund krónur um helgina

Keypti bjóra fyrir 165 þúsund krónur um helgina