Cristiano Ronaldo lék með Juventus í dag sem spilaði við Tottenham í æfingaleik.
Ronaldo er einn allra mikilvægasti leikmaður Juventus og er vanur því að fá sérstaka meðhöndlun.
Maurizio Sarri er stjóri Juventus í dag og hann ákvað að taka Ronaldo af velli á 63. mínútu í leiknum.
Það var Ronaldo ekki alveg sáttur við og lét Sarri aðeins heyra það eftir að hafa gengið af velli.
Staðan var 2-1 fyrir Juve er Ronaldo kom af velli og tapaði liðið leiknum að lokum, 3-2.
Myndband af þessu má sjá hér.
Il timore quando sei un allenatore che ha appena sostituito Cristiano pic.twitter.com/dCUjWKnxIL
— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) 21 July 2019