fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Spænsku risarnir fengu skilaboð frá Stjörnunni: Velkomnir á Samsungvöllinn í Garðabæ

Victor Pálsson
Föstudaginn 19. júlí 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan fær nær ómögulegt verkefni í Evrópudeildinni eftir sigur á Levadia Tallinn í síðustu umferð.

Stjarnan komst áfram á dramatískan hátt í gær en Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði þá fyrir liðið í blálokin í Eistlandi og Garðbæingar áfram á útivallarmarki.

Stjarnan spilar við lið Espanyol í næstu umferð keppninnar en það lið endaði í efri hluta spænsku úrvalsdeildarinnar í vor.

Espanyol á marga trygga stuðningsmenn og leikur liðið á RCDE vellinum sem tekur 40 þúsund manns í sæti.

Espanyol sendi skilaboð á Stjörnuna á Twitter í gær og bauð liðið velkomið á völlinn næsta fimmtudag.

Stjarnan svaraði á skemmtilegan hátt: ‘Já, verið þið síðan velkomnir á Samsungvöllinn í Garðabæ!“

Það er gríðarlega mikill gæðamunur á þessum liðum en ævintýri Stjörnunnar í Evrópu heldur áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“