fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Sögufrægustu myndirnar úr vinsælustu íþrótt heims – Annar hluti: Skotinn til bana, fasistakveðja og bananaspyrnan

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 20:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er staðreynd að knattspyrna er vinsælasta íþrótt heims en hún er á toppnum í flestum Evrópulöndum.

Knattspyrnan hefur lengi verið númer eitt hér á landi þó að gæðin hér heima séu ekki þau sömu og erlendis.

Næstu daga ætlum við hér á 433.is að birta sögufrægar myndir úr knattspyrnunni þar sem ýmis atvik verða rifjuð upp.

Myndirnar tala yfirleitt sínu máli en þó að þær séu ekki alltaf fallegar þá eru þær ávallt þýðingarmiklar.

Við byrjuðum á tíu myndum í gær og í kvöld þá birtum við næstu tíu eftir áætlun.

Njótið.

11. Þegar Roberto Carlos skoraði úr frægu ‘bananaspyrnunni’ gegn Frökkum árið 1997.


12. Þegar Lionel Messi og Cristiano Ronaldo voru myndaðir saman í El Clasico viðureigninni á Spáni. Þeir hafa lengi verið tveir allra bestu leikmenn heims.


13. Þegar David Beckham skoraði mark af eigin vallarhelmingi í opnunarleik Manchester United í ensku úrvalsdeildinni árið 1996.


14. Þegar kólumbíski markvörðurinn Rene Higuita bauð upp á svokallaða ‘sporðdrekavörslu’ sem hann gerði fræga á ferlinum.


15. Þegar Lionel Messi fór framhjá nánast öllu liði Real Madrid í leik með Barcelona.


16. Þegar Paolo Di Canio fagnaði að hætti fasista og gerði allt vitlaust á Ítalíu.


17. Þegar Andres Escobar skoraði sjálfsmark fyrir Kólumbíu gegn Bandaríkjunum á HM 1994. Escobar var skotinn til bana eftir að hann sneri heim en markið tryggði bandaríska liðinu sigur.


18. Þegar Diego Maradona fagnaði eins og óður maður fyrir framan myndavélina á HM 1994. Það var hans síðasti leikur eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á miðju mótinu.


19. Þegar Andres Iniesta reif sig úr að ofan í leik gegn Hollandi á HM 2010 og heiðraði minningu fyrrum liðsfélaga síns, Dani Jarque.


20. Þegar John Terry rann á vítapunktinum og skaut í stöng í úrslitaleik Chelsea og Manchester United í Meistaradeildinni árið 2008. Terry gat tryggt Chelsea sigur hefði hann skorað en United hafði svo að lokum betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti