fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Fengu nóg af honum og losuðu sig við hann: Sýndi kvennaliðinu enga virðingu – ,,Leiðindi og öskur“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 18:45

Arnautovic í leik með West Ham.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marco Arnautovic var seldur frá West Ham á dögunum en hann er farinn í kínversku úrvalsldeildina.

Arnautovic verður ekki saknað hjá West Ham að mati Claire Rafferty sem er fyrrum leikmaður kvennaliðs félagsins.

Rafferty talar ekki vel um Arnautovic og segir að hann hafi oft sýnt kvennaliðinu óvirðingu á æfingasvæðinu.

,,Ég held að West Ham hafi loks fengið nóg af honum – Viðhorfið hans er augljóslega ekki gott,“ sagði Rafferty.

,,Á æfingasvæðinu þá var hann alltaf með leiðindi gagnvart okkur þegar hann labbaði framhjá.“

,,Við æfðum á sama stað og þeir en augljóslega á öðrum velli. Það gerðist nokkrum sinnum að hann sýndi okkur vanvirðingu.“

,,Hann var að yfirgefa sína æfingu og öskraði á okkur yfir vegginn og sýndi enga virðingu.“

,,Við vorum að æfa leikskipulag og honum var alveg sama um hvað var í gangi hjá okkur.“

,,Það er ekki séns að einhver af okkur hefði gert það sama við þá. Ég held að hann sé bara svona, hann er mjög hávær.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekkert til í fréttum um leikmann United

Ekkert til í fréttum um leikmann United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona þénuðu mennirnir í brúnni – Allir á topp tíu með meira en milljón á mánuði og óvænt nafn í öðru sæti

Svona þénuðu mennirnir í brúnni – Allir á topp tíu með meira en milljón á mánuði og óvænt nafn í öðru sæti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn