Lionel Messi, leikmaður Barcelona, var bálreiður um helgina eftir leik Argentínu og Síle.
Argentína og Síle mættust í bronsleiknum á Copa America en það fyrrnefnda hafði betur að lokum, 2-1.
Messi spilaði þó aðeins 37 mínútur en hann fékk beint rautt spjald eftir viðskipti við Gary Medel sem var einnig sendur í sturtu.
Eftir leik þá brjálaðist Messi í viðtali og gagnrýndi dómgæsluna harkalega. Hann var ósáttur við hvernig leikir Argentínu voru dæmdir á mótinu.
Messi var svo reiður að hann neitaði að taka við bronsmedalíunni sem leikmenn Argentínu fengu eftir leik.
Messi afþakkaði medalíuna áður en hann mætti í viðtöl og hraunaði yfir dómara mótsins.