Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United, er ekki í góðum málum eftir bók sem kom út um helgina.
Um er að ræða ævisögu fyrrum vændiskonunnar Helen Woods en Rooney stundaði mök með henni fyrir um tíu árum síðan.
Wood starfar í dag í sjónvarpi en hún leynir engu í þessari ævisögu og ræðir til að mynda sambandið sem Rooney átti við vændiskonur.
Colleen Rooney, eiginkona framherjans, verður væntanlega afar sár og reið er hún þarf að lesa þessar fréttir í blöðunum.
,,Hann svaf hjá ótrúlega mörgum konum. Hann gerði það með svo mörgum vinkonum mínum,“ sagði Wood.
,,Hann hitti eina vinkonu mína sem vann á tannlæknastofu, það var það sem við köllum framhjáhald.“
,,Það var ein af stelpunum sem Wayne hitti reglulega og hún þóttist vera skúringarkona ásamt öðrum og heimsóttu þær heimili knattspyrnumanna.“