Það ætlaði allt að verða vitlaust á Copa America í kvöld en Argentína og Síle eigast nú við.
Um er að ræða leik um þriðja sætið í mótinu en Perú og Brasilía munu mætast í úrslitaleiknum.
Staðan er 2-0 fyrir Argentínu þessa stundina en bæði lið hafa misst mann af velli.
Lionel Messi og Gary Medel fengu báðir að líta rautt spjald í fyrri hálfleik eftir harkalegan árekstur.
Þeir virtust skalla hvorn annan og ætlaði allt um koll að keyra áður en dómarinn gaf þeim báðum beint rautt.
Það er ekki algengt að sjá Messi svona æstan en Medel er þekktur vandræðagemsi og hefur margoft fengið rautt spjald á ferlinum.
Medel and Messi sent off after this pic.twitter.com/dpnXaf3HfX
— J. Velazquez (@JuanDirection58) 6 July 2019