Zlatan Ibrahimovic, leikmaður LA Galaxy, lék með liðinu í gær sem mætti Toronto í efstu deild í Bandaríkjunum.
Það var gerð prentvilla fyrir leik en á treyju Zlatan þá stóð Irbahimovic, frekar en Ibrahimovic.
Það fékk okkur til að hugsa um nokkur gömul mistök sem hafa verið gerð í ensku úrvalsdeildinni.
Anderson og David Beckham, fyrrum leikmenn Manchester United spiluðu eitt sinn í treyjum þar sem nafn þeirra var stafað vitlaust.
Það gerðist einnig fyrir Roque Santa Cruz, fyrrum leikmann Blackburn, Tomasz Kuszczak, fyrrum markvörð United og Ole Gunnar Solskjær, núverandi stjóra United.
Skemmtilegt en þetta má sjá hér fyrir neðan.