Það hefur ekkert gengið hjá framherjanum Eduardo Herrera sem spilar með Rangers í Skotlandi.
Herrera er þrítugur sóknarmaður en hann var fenginn til Rangers árið 2017 frá UNAM í Mexíkó.
Þar skoraði Herrera 40 mörk í 151 deildarleik og hefur einnig leikið níu landsleiki fyrir Mexíkó.
Undanfarin tvö ár hefur Herrera spilað með Santos Laguna og Necaxa í heimalandinu á láni.
Steven Gerrard, stjóri Rangers, vill ekkert með Herrera hafa og er honum bannað að mæta á æfingar.
Rangers reynir að rifta samningi leikmannsins en hann er 30 ára gamall og á enga framtíð fyrir sér í Skotlandi.
Herrera æfir þessa stundina með Necaxa en hann er ekki velkominn aftur hjá Rangers.