Brasilíumaðurinn Neymar vill yfirgefa Paris Saint-Germain en þetta hefur forseti Barcelona staðfest.
Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, var spurður út í mögulega endurkomu leikmannsins í dag.
Þar staðfesti hann að Neymar vildi komast burt en franska félagið hefur ekki áhuga á að selja.
Neymar er orðaður við endurkomu en samkvæmt Bartomeu er ekki séns að PSG selji hann í sumar.
,,Við vitum það að Neymar vill yfirgefa PSG, við vitum það mikið,“ sagði Bartomeu.
,,Við vitum það líka að PSG vill ekki hleypa honum burt. Það er ekki möguleiki.“