Manchester United hefur náð samkomulagi við Ajax um kaup á varnarmanninum Matthijs De Ligt.
Þetta segir franski blaðamaðurinn Julien Laurens en De Ligt mun yfirgefa hollensku meistarana í sumar.
Það hefur verið talað um að Juventus sé búið að tryggja sér leikmanninn en samkvæmt þessum fregnum er það ekki rétt.
Juventus og Ajax hafa verið í viðræðum síðustu vikur en það gengur illa að semja um leikmanninn.
Það er ekki víst hvort De Ligt vilji semja við United en félagið hefur náð samkomulagi um verð við Ajax.
Það er eitthvað sem Juventus hefur ekki gert en félagið bauð fyrst aðeins 50 milljónir evra í varnarmanninn.