Zlatan Ibrahimovic var hetja LA Galaxy í gær er liðið spilaði við Toronto FC í MLS deildinni.
Zlatan og félagar berjast á toppnum í MLS-deildinni en hann gerði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri í gær.
Svíinn þurfti þó að taka því að spila í treyju þar sem nafnið hans var skrifað vitlaust eða: ‘Irbahimovic.’
Það ættu flestir í Bandaríkjunum að þekkja Zlatan en hann er aldrei of langt frá sviðsljósinu.
Vonandi mun Zlatan fyrirgefa þessi mistök sem fyrst en þetta gerir væntanlega ekki frábæra hluti fyrir egó leikmannsins.
Mynd af þessu má sjá hér.