Það bíða margir spenntir eftir þáttaröðinni „This is Football“ sem verður sýnd þann 2. ágúst næstkomandi.
Serían er gerð í samstarfi við Amazon en þar verður fjallað um þau áhrif sem knattspyrnan getur haft.
Íslenska landsliðið kemur við sögu í þessu myndbandi en saga okkar vakti heimsathygli eftir að hafa tryggt sæti í lokakeppni EM og HM.
Rætt er við Heimi Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfara en hann er einn af fjölmörgum góðum gestum.
Í stiklunni sem var birt á dögunum þá kemur Ísland mikið við sögu og má sjá Gumma Ben og Hannes Þór Halldórsson í essinu sínu.
Sjón er sögu ríkari.