Ander Herrera er genginn í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain en þetta var staðfest í dag.
Herrera er 29 ára gamall miðjumaður og gerði hann fimm ára samning við PSG í París.
Undanfarin ár hefur Herrera leikið með Manchester United og þótti standa sig með prýði á Englandi.
Hann varð hins vegar samningslaus þann 1. júlí og ákvað ekki að skrifa undir nýjan samning á Old Trafford.
Herrera er Spánverji sem var áður á mála hjá Athletic Bilbao í heimalandinu.