Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Reading, fékk skilaboð frá félaginu á dögunum samkvæmt fregnum erlendis.
GetReading.com greinir frá því að Jón Daði sé ekki inni í myndinni hjá Reading fyrir næstu leiktíð.
Jón Daði er á sölulista ásamt þeim Sam Baldock og Chris Gunter en Reading vill koma þeim annað í sumar.
Íslenski landsliðsmaðurinn mun mæta aftur til æfinga þann 8. júlí og ferðast ekki með Reading til Spánar í æfingaferð.
Jón Daði missti af þónokkrum leikjum á síðustu leiktíð en hann var töluvert meiddur.
Framherjinn er 27 ára gamall í dag og hefur spilað með Reading undanfarin tvö ár. Hann hefur skorað 14 deildarmörk í 53 leikjum.