Yaya Toure skrifaði í dag undir samning við Qingdao Huanghai en liðið leikur í næst efstu deild í Kína.
Toure hefur verið án félags í nokkra mánuði en hann var síðast á mála hjá Olympiakos í Grikklandi.
Toure er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester City en hann lék með liðinu frá 2010 til 2018.
Árið 2017 var Toure orðaður við kínverskt félag en þvertók fyrir það að hann væri á leið þangað.
,,Ég hef allaf sagt það að ef ég færi til Kína þá yrði ég mjög reiður,“ sagði Toure fyrir tveimur árum.
,,Spilar þú fótbolta því þú elskar íþróttina eða viltu spila til þess að þéna peninga?“
Þessi ummæli líta heldur illa út í dag en Toure verður lang launahæsti leikmaður kínverska liðsins.