Það hafa þónokkur félagaskipti gengið í gegn í dag og við hér á 433.is munum fara vel yfir það sem gerist í sumarglugganum.
Ásamt því að birta helstu félagaskipti dagsins á vefsíðu okkar þá munum við birta lista yfir þau kaup sem eru gerð í Evrópu.
Það voru fjölmörg lið sem styrktu sig í dag, 3. júlí en félagaskiptaglugginn opnaði fyrir tveimur dögum síðan.
Atletico Madrid styrkti sig í dag en liðið fékk bæði þá Joao Felix frá Benfica og Hector Herrera á frjálsri sölu en hann var áður hjá Porto.
Félagaskipti dagsins:
Joao Felix frá Benfica til Atletico Madrid – 126 milljónir evra
Hector Herrera til Atletico Madrid – Frjáls sala
Angelino til Manchester City frá PSV – 12 milljónir evra
Jules Kounde frá Bordeaux til Sevilla – 25 milljónir evra
Helder Costa frá Wolves til Leeds – Lán
Thiago Mendes til Lyon frá Lille – 25 milljónir evra
Erik Durm frá Huddersfield til Frankfurt – Frjáls sala
Yaya Toure til Qingdao Hunghai – Frjáls sala